Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

fimmtudagur, apríl 22, 2004

Sko mig :D

Í fyrsta lagi er ég búin að standa mig vel í dag (þ.e. fimmtudaginn 22. apríl) í mataræðinu. Egg og beikon í morgunmat ásamt greipsafa. Fékk mér reyndar ekki hádegismat nema bara 3 Babybel osta og nokkrar svona Strandamør sneiðar. Svo var reyndar breytt út af vananum og ekki hafður miðdegisverður þegar krakkarnir komu heim af leikskólanum, heldur fengum við okkur meira svona snarl. Ég fékk mér ferskt salat með fetaosti og rækjum, og smá salatdressingu. Svo í kvöldmat fékk ég mér þurrsteikt nautahakk og ofnbakaða tómata með bráðnum osti og kryddi (jömm) og smá hvítlauksdressingu út á. Svo leyfði ég mér svolítið kolvetnasnautt súkkulaði í kvöld (fæst í heilsubúðinni hér) og er bara ósköp ánægð með mig :D

Í öðru lagi er ég búin að vera skrifa niður upplýsingar um kolvetnasnautt fæði og kúrinn sem ég er á og setja linka á það. Ég er líka búin að sortera linkana betur og bæta við nokkrum. Svo setti ég inn þetta fína spjallbox, ef einhver skyldi hafa áhuga á að tjá sig ;)