Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

þriðjudagur, apríl 20, 2004

Jamm og jájá

Ekkert kolvetnissukk var það þennan daginn, eða sko eiginlega í GÆR, því það er komið fram yfir miðnætti, og mikið er ég glöð. Sit samt hér og hakka í mig litla Babybel osta og norska Strandamør í sneiðum. En þið sem ekki vitið hvað Strandamør er þá er það svona norsk pylsa, minnir kannski svolítið á bjúgu eða pepperoni, þessi er frekar mjó. Norðmenn eiga fullt af svona alls konar pylsum sem eru étnar ofan á brauð eða sem snakkbitar bara. Samkvæmt honum Ásmundi þá á maður reyndar aðeins að spá í kaloríunum líka, eða sko samkvmt hans reynslu þá er ekki alltaf nóg að bara skoða kolvetnin. Ef maður étur of mikið þá léttist maður hægar eða stendur í stað. Sjáum til hvað vigtin segir á morgun, ég er allavegana búin að standast kolvetnin ;)