Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

föstudagur, apríl 30, 2004

Ennþá 89,4 kg

Jájá, maður getur nú ekki búist við að kílóin hrynji af á hverjum degi. Annars er ég svaka ánægð með mig, var næstum búin að freistast til að fá mér ís áðan. Það er nefninlega svo gott veður og við keyptum ís af Ísbílnum sem flakkar hér um af og til, og allir fengu sér auðvitað ís. Ég var komin með einn í hendurnar þegar ég henti honum aftur inn í frysti, var hugsað til Stórukonunnar og Ollu sem fylgjast vel með mér, hehe, og ákvað að sleppa þessum ís. Takk stelpur, allt ykkur að þakka. Svo ég fékk mér bara litlar kjötbollur til að narta í í staðin.

Annars var ég að hugsa hvort ég eigi ekki að reyna að setja markmiðið mitt á 80 kg í byrjun ágúst. Þá er ætlunin að skreppa til Íslands í sumrfrí og það væri nú rosa gaman að vera komin niður í 80 kg þá. Kannski er þetta svolítið stíft, tæp 10 kg á ca13 vikum, en ég set allavegana stefnuna á þetta og svo sjáum við hvað setur. Þá er eiginlega langtímamarkmiðinu mínu náð, þ.e. sem ég setti mér í upphafi, en nú er ég farin að gæla við að komast í 75 ;) En þá er líka eins gott að standa sig svo að þetta náist. Ég ætla í ræktina á eftir áður en ég fer á næturvaktina, ætla bara að passa mig að hafa eitthvað með mér með smá kolvetnum í sem ég get borðað strax eftir púlið ;)