Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

miðvikudagur, apríl 28, 2004

Og það er gaman ;)

Var 89,4 kg samkvæmt vigtinni þegar ég vaknaði áðan. Er sko verulega ánægð með þetta. Annars fór ég að æfa í gær áður en ég fór á næturvaktina og það gerðist nákvæmlega það sama og í fyrradag eftir æfinguna. Mér varð alveg hrikalega óglatt svona klukkutíma eftir að ég var búin að æfa og hreinlega skalf bara og titraði. Ég hef grun um að þetta tengist blóðsykrinum og að hann hafi bara droppað aðeins of mikið. Ég lagaðist stuttu eftir að ég fékk mér smá appelsínusafa og osta. Næst þegar ég fer að æfa ætla að að passa að borða eitthvað strax eftir æfinguna. Annars tékkaði ég á blóðsykringum í vinnunni þegar þetta gerðist í gær, og hann var ekkert hættulega lágur, eða 4,2. En það er samt frekar lágt miðað við að þetta sé að kvöldi til. 4,2 er svona mjög eðlilegt gildi eftir næturföstu. En svo eftir að ég borðaði og fór að líða betur þá var blóðsykurinn kominn í 6,0, sem er miklu meira normal þegar maður er ekki búinn að fasta í 12 tíma.

En já með blóðprufurnar, þær komu bara glimrandi út. Heildarkólesterólið var 4,5 mmol/ml, en viðmiðunarmörkin eru 3,7-8,2 mmol/ml. Að hafa þetta undir 5 er mjög flott og setur mann ekki í neina aukna áhættu fyrir hjarta- og æðasjúkdómum. Góða kólesterólið (HDL) var 1,6 mmol/ml, viðmiðunarmörkin eru 0,9-2,2 mmol/ml, en það er mjög gott ef það er yfir 1,5, því þá gefur það manni aukna vernd gegn hjarta- og æðasjúkdómum. Þríglýseríðar voru vel innan eðlilegra marka, og eiginlega í neðri kantinum, 0,63 mmol/ml, en viðmiðunarmörkin eru 0,5-1,4 mmol/ml. Þessi viðmiðunarmörk öll eru fyrir minn aldurshóp. Þau geta verið aðeins öðruvísi fyrir yngra og eldra fólk. En allavegana þarf ég ekki að kvarta ;) Natríum, kalíum, kreatínin, hemoglobin og blóðsykur voru líka í fínu lagi ;)