Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

miðvikudagur, maí 05, 2004

Vigtun og mæling

Fór á vigtina og hún kom verulega skemmtilega á óvart, 87,5 kg, jibbí!!! Svo ætla ég að fara að dæmi hennar Ollu og setja inn málin mín hér. Tölurnar í sviganum eru málin mín eins og þau voru þegar ég byrjaði í átakinu, 10. janúar 2003. Setti þær þarna að gamni svona til að minna mig á hvað ég hef náð ROSALEGA góðum árangri og til að sýna hinum stelpunum hvað það er frábært að eiga þessar tölur til að bera sig saman við seinna meir :D Maður verður svo rosalega ánægður með sig sko ;)

Brjóst:...........107 cm (129)
Mitti:.............85 cm (108)
Magi..............103 cm (129)
Mjaðmir:.........106 cm (127)
Upphandleggur:.34 cm (41)
Læri:.............65 cm (76)
Kálfi:.............39 cm (45)

Annars er ég að búa til kolvetnasnauðan ís, namm namm. Uppskriftin er náttúrulega hér inni, undir eftirréttir. Oh hvað ég hlakka til að borða hann, en hann verður örugglega ekki tilbúinn fyrr en á morgun. Ég er bara hissa á að ég skuli ekki hafa gert þetta fyrr, eins og þetta er nú einfalt að gera heimalagaðan ís.