Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

laugardagur, maí 15, 2004

Skemmti- og letidagur

Það er sko réttnefni á þessum degi. Fórum í tívolí með alla fjölskylduna og skemmtum okkur konunglega og svo er afslöppun núna og í kvöld með Eurovision :D Varðandi mataræðið þá veit ég ekki alveg hvernig það fer. Ég stalst til að fá mér eina pylsu í brauði eftir tívolíferðina, fórum öll og fengum okkur pylsu og kók (TAB X-tra fyrir mig samt). Svo var ég að narta í smá kolvetnissnautt súkkulaði. Ekkert agalegt svo sem, en samt ekki alveg besta mataræðið. Annars var ég 87,4 kg í morgun líka. Ég var reyndar að byrja á blæðingum svo þær kannski blása mig smá upp. Lofa engu um þyngdina á morgun, vona samt að ég þyngist ekki. Svo er Eurovision í kvöld og það er búið að kaupa nammi. Ég er samt ekkert smeyk við það, ætla bara að halda mig við mitt kolvetnissnauða súkkulaði, þó það verði kannski aðeins of mikið af því í dag. Það eru náttúrulega einhver kolvetni í þeim. Já, og svo á ég meira svona beikonsnakk ;) Þetta verður ágætt! Allavegana er þetta og verður skemmtilegur og góður dagur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home