Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

laugardagur, maí 08, 2004

Engifer og sítróna

Það angar allt húsið af engiferi og sítrónu, er nefninlega að malla Olludjús ;) Hlakka til þegar hann verður tilbúinn. Ég reyndar komst að því að það á EKKI að kreista safann úr henni ÁÐUR en maður rífur börkinn. Ég endaði á að skella öllu gumsinu ofan í pottinn, fyrir utan safann sem ég var búin að kreista, en hann er vel geymdur í Tupperware dollu í ísskáp til morguns ;) Það er nú meira hvað ég er klár :Þ

Annars er ég búin að ákveða að passa mig betur á kvöldin, hætta þessu eilífa narti. Því þó ég passi að þetta sé kolvetnasnautt er örugglega ekki gott að vera sífellt að narta, þá fær líkaminn bara sitt úr matnum og þarf ekkert að ráðast á neinn aukafituforða. Allavegana ætla ég að athuga hvort þetta breyti einhverju ;)