Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

mánudagur, apríl 05, 2004

Og þá er það byrjað...

Furðulegt hvað manni líður strax vel. Ég var að borða morgunmatinn, egg og beikon og eitt glas af hreinum greipsafa. Mér finnst bara frábært að vera byrjuð og er einhvernvegin svo tilbúin að takast á við þetta. Enda hef ég svo sem oft rekið mig á að smávægilegar breytingar virka ekkert á mig, heldur er það helst að umturna bara öllu, þá held ég mig við það. Vona bara að þetta gangi núna... nei annars, ekkert svona... þetta bara gengur núna ;) Ég er reyndar að hugsa um að gera eina breytingu, og það er að drekka ekki greipsafa með hverri máltíð heldur bara á morgnana. Og svo þarf ég að muna að taka eina skeið af kókosolíunni, þrisvar á dag. Búin að taka eina.

Samkvæmt hot.is gerir morgunmaturinn minn ca 23,6 grömm kolvetni. Samkvæmt þeirri sem ég fékk upphaflega kúrinn hjá þá eiga reyndar þessi kolvetni frá greipsafanum ekki að teljast með í heildina yfir daginn. Veit nú ekki alveg rökin á bak við, en líklega vegna þess að greipsafi á að auka brennsluna. En, well, skiptir ekki öllu. Þetta virkaði allavegana og vonandi virkar það aftur. Reyndar hef ég heyrt að kolvetnasnautt fæði virki alltaf best í byrjun en ef maður tekur svona stórar pásur þá gæti maður þurft að minnka enn meira við sig kolvetni til að hann beri sama árangur. Það kemur þá bara í ljós ef svo er.